Hallæri í gangi, ekkert komist í net...
Búinn að vera duglegur að æfa, 2x6km hlaup, Viðeyjarsund fram og til baka, 800m sund, 30 mín sund, 2xhjóla æfingar. Búinn að láta skipta um dekk og setja hraðamæli á hjólið.
Allt í góðu standi.
Stefni á að fara á skriðsundsnámskeið hjá Breiðablik.
Monday, September 10, 2007
Tuesday, September 4, 2007
Þriðjudagur
Það var ekki hjólað í fótboltann í gær, en fótboltinn gekk mjög vel, gott að taka svona stutta spretti. Góður sviti án þess að þreytast að ráði. Mjög góð æfing.
Í dag er planið að taka ræktina klukkan 20:00 með Jóni og fara svo í sund eftir það og taka 35mínútur í sundi.
"The most important key to achieving great successis to decide upon your goal and launch, get started,take action, move." -- John Wooden
Í dag er planið að taka ræktina klukkan 20:00 með Jóni og fara svo í sund eftir það og taka 35mínútur í sundi.
"The most important key to achieving great successis to decide upon your goal and launch, get started,take action, move." -- John Wooden
Monday, September 3, 2007
Sunnudagur-mánudagur
Sunnudagurinn var tekinn rólega, 100 armbeygjur en ekkert annað. Náði að sofa vel og byrjaði að snúa deginum.
Mánudagurinn byrjaði á 35 mín sundi í laugardalnum, syntir 8-900 metrar. Ljóst að þar þarf að bæta sig talsvert.
Í kvöld er síðan hjólað í fótbolta, 1klst bolti og svo hjólað heim.
"Some people say I have attitude - maybe I do...butI think you have to. You have to believe in yourselfwhen no one else does - that makes you a winnerright there." -- Venus Williams
Mánudagurinn byrjaði á 35 mín sundi í laugardalnum, syntir 8-900 metrar. Ljóst að þar þarf að bæta sig talsvert.
Í kvöld er síðan hjólað í fótbolta, 1klst bolti og svo hjólað heim.
"Some people say I have attitude - maybe I do...butI think you have to. You have to believe in yourselfwhen no one else does - that makes you a winnerright there." -- Venus Williams
Sunday, September 2, 2007
Tilvitnun
"I learned that the only way you are going to getanywhere in life is to work hard at it. Whetheryou're a musician, a writer, an athlete or abusinessman, there is no getting around it. If youdo, you'll win--if you don't, you won't."-- Bruce Jenner, Olympic Gold Medalist, Decathlon
Saturday, September 1, 2007
Styrkur-hjól
Byrjaði daginn klukkan 6 í morgun, 100 armbeygjur. Því næst 100 magaæfingar og svo létt hjól í 40 mínútur. Nema hvað að það var svo mikið rok að ég fékk góða æfingu í mótvindshjólreiðum. Mjög mikilvægt þar sem maður veit aldrei hvernig veðrið er á keppnisdegi.
Ætlaði að taka létta sundæfingu um kvöldið fyrir vinnu, en þegar ég vaknaði var ég með svakalega strengi aftan í hnésbótunum, ákvað því að taka því rólega seinni partinn.
Ætlaði að taka létta sundæfingu um kvöldið fyrir vinnu, en þegar ég vaknaði var ég með svakalega strengi aftan í hnésbótunum, ákvað því að taka því rólega seinni partinn.
Búnaður
Það er markt sem þarf að hafa í huga þegar þríþraut er undirbúinn, hérna er listi yfir hluti sem þarf og/eða er gott að hafa.
Verður að hafa:
Sundföt, þríþrautarbúningur eða hjólastuttbuxur.
Hlaupa/hjóla bolur
Sundgleraugu
Hjól
Hjólaskór (geta verið hlaupaskaur, en þá með festingum)
Hjólahjálmur
Vatnsbrúsi á hjólið
Íþróttadrykk
Hlaupaskó
Sólvörn
Keppnisleiðbeiningar
Keppnisnúmer
Gott að hafa:
Blautbúning (ef synt er í opnu vatni/á/sjó)
Aero bars á hjólið
Hraða/lengdarmæli á hjólið
Gúmmí reimar, reimar sem þarf ekki að hnýta á skó
Hlaupabelti með litlum flöskum
Hjóla pumpa
Púlsmælir
Handklæði fyrir skipti svæðin
Föt til að fara í strax eftir keppni
Sólgleraugu
Föt fyrir kalt veður (hanska, jakka, hlífar, osfr.)
Það hjálpar að hafa:
Hlaupa stuttbuxur yfir sundföt fyrir hjól og hlaup
Nef og/eða eyrna tappa fyrir sund
Hlaupa hatt/húfu/skyggni
Ólífuolíusprey (inn í blautbúning til þess að komast fyrr úr honum)
Plastpoka fyrir blaut föt eftir keppni
Auka sundgleraugu
Vindstakk til þess að hjóla í í kulda
Klósettpappír
Plastpoka yfir hnakk (meðan hjólið bíður) ef rignir
Eitthvað til að merkja hjólið og og hlaupadótið á skiptisvæðum (helíumblöðrur, steinar, fáni)
Sokkar, upprúllaðir til þess að fljótlegt sé að fara í þá á skiptisvæði
Verður að hafa:
Sundföt, þríþrautarbúningur eða hjólastuttbuxur.
Hlaupa/hjóla bolur
Sundgleraugu
Hjól
Hjólaskór (geta verið hlaupaskaur, en þá með festingum)
Hjólahjálmur
Vatnsbrúsi á hjólið
Íþróttadrykk
Hlaupaskó
Sólvörn
Keppnisleiðbeiningar
Keppnisnúmer
Gott að hafa:
Blautbúning (ef synt er í opnu vatni/á/sjó)
Aero bars á hjólið
Hraða/lengdarmæli á hjólið
Gúmmí reimar, reimar sem þarf ekki að hnýta á skó
Hlaupabelti með litlum flöskum
Hjóla pumpa
Púlsmælir
Handklæði fyrir skipti svæðin
Föt til að fara í strax eftir keppni
Sólgleraugu
Föt fyrir kalt veður (hanska, jakka, hlífar, osfr.)
Það hjálpar að hafa:
Hlaupa stuttbuxur yfir sundföt fyrir hjól og hlaup
Nef og/eða eyrna tappa fyrir sund
Hlaupa hatt/húfu/skyggni
Ólífuolíusprey (inn í blautbúning til þess að komast fyrr úr honum)
Plastpoka fyrir blaut föt eftir keppni
Auka sundgleraugu
Vindstakk til þess að hjóla í í kulda
Klósettpappír
Plastpoka yfir hnakk (meðan hjólið bíður) ef rignir
Eitthvað til að merkja hjólið og og hlaupadótið á skiptisvæðum (helíumblöðrur, steinar, fáni)
Sokkar, upprúllaðir til þess að fljótlegt sé að fara í þá á skiptisvæði
Tilvitnun
"The difference between the impossible and thepossible lies in a man's determination."-- Tommy Lasorda
Friday, August 31, 2007
Markmið
Ástæða þess að ég er að byrja á þessari æfingasíðu til þess að fylgjast með og skrá æfingar mínar er að ég hef sett mér það markmið að ljúka Ironman keppni í síðasta lagi sumarið 2010. Á leið minni þangað ætla ég að keppa í þríþrautum og maraþon hlaupum.
Ég á eftir að setja upp heilstætt plan fyrir næstu 2 árin en hinsvegar eru komnar tvær keppnir sem ég ætla að taka þátt í árið 2008.
Í fyrsta lagi er það Mývatnsmaraþonið snemma sumars... Verður það fyrsta heila maraþonið mitt og stefni ég á að klára það á undir 4 tímum.
Næst er það London Þríþrautin, fyrstu helgina í ágúst. Ég mun keppa í ólympískri vegalengt... 1500m sundi, 40km hjólreiðar, 10km hlaup. Markmið að klára þetta á 2:30klst.
Svo er það Reykjavíkur maraþonið um miðjan ágúst. Þar stefni ég á þáttöku í hálfmaraþoni og bæta tímann minn frá því í ár (1:52:17). Um minnst 22:17 mínútur og komast niður fyrir eina og hálfa klukkustund.
Fleiri markmið munu eflaust bætast við, en það kemur bara smá saman.
Nú er bara að taka á því og bæta sig á öllum sviðum, því eins og ástandið er núna eru þessi markmið ómöguleg... en þeir sem ná langt sjá ekki aðstæður í nútímanum, þeir sjá það sem getur orðið og það sem mun verða. Þetta mun verða!
Ég á eftir að setja upp heilstætt plan fyrir næstu 2 árin en hinsvegar eru komnar tvær keppnir sem ég ætla að taka þátt í árið 2008.
Í fyrsta lagi er það Mývatnsmaraþonið snemma sumars... Verður það fyrsta heila maraþonið mitt og stefni ég á að klára það á undir 4 tímum.
Næst er það London Þríþrautin, fyrstu helgina í ágúst. Ég mun keppa í ólympískri vegalengt... 1500m sundi, 40km hjólreiðar, 10km hlaup. Markmið að klára þetta á 2:30klst.
Svo er það Reykjavíkur maraþonið um miðjan ágúst. Þar stefni ég á þáttöku í hálfmaraþoni og bæta tímann minn frá því í ár (1:52:17). Um minnst 22:17 mínútur og komast niður fyrir eina og hálfa klukkustund.
Fleiri markmið munu eflaust bætast við, en það kemur bara smá saman.
Nú er bara að taka á því og bæta sig á öllum sviðum, því eins og ástandið er núna eru þessi markmið ómöguleg... en þeir sem ná langt sjá ekki aðstæður í nútímanum, þeir sjá það sem getur orðið og það sem mun verða. Þetta mun verða!
Hlaup-hjól
Fyrsta æfingin var í dag. Á dagskránni var langt hlaup og stutt hjól. Ég ákvað því að hlaupa frá Skarphéðinsgötunni þegar ég vaknaði, upp í árbæ og hjóla þaðan til baka.
Það byrjaði nú ekki vel þar sem ég ýtti á snooze takkan 3svar áður en ég kom mér á lappir og þá reyndi ég eins og ég gat að finna afsökun fyrir því að fara ekki af stað... tímaskortur, rigning, stirðleiki... þetta klassíska... kom mér þó í skóna og lagði af stað. Að venju voru fyrrstu 15 mínúturnar erfiðastar, hausinn að segja manni að snúa við, líkaminn að komast í takt. Þegar ég var kominn í Nauthólsvíkina var ég þau kominn á góðan takt og gekk vel eftir það. Leiðin er um það bil 14km og hljóp ég á 1:04:20 sem er bara mjög fínt.
Eftir að taka hjóla til og pumpa í dekkin fékk ég bjúgu elduð af mömmu, æðislegt að fá smá orku og lagði svo af stað á hjólinu. Það var hætt að rigna og nánast algjört logn. Fullkomnar aðstæður til þess að hjóla. Gekk bara mjög vel nema hvað að ég var hættur að geta gefið almennilega í í lokinn, lærinn orðin frekar stíf. Tíminn var 25 mínútur sem er eitthvað sem ég vill bæta aðeins...
Það byrjaði nú ekki vel þar sem ég ýtti á snooze takkan 3svar áður en ég kom mér á lappir og þá reyndi ég eins og ég gat að finna afsökun fyrir því að fara ekki af stað... tímaskortur, rigning, stirðleiki... þetta klassíska... kom mér þó í skóna og lagði af stað. Að venju voru fyrrstu 15 mínúturnar erfiðastar, hausinn að segja manni að snúa við, líkaminn að komast í takt. Þegar ég var kominn í Nauthólsvíkina var ég þau kominn á góðan takt og gekk vel eftir það. Leiðin er um það bil 14km og hljóp ég á 1:04:20 sem er bara mjög fínt.
Eftir að taka hjóla til og pumpa í dekkin fékk ég bjúgu elduð af mömmu, æðislegt að fá smá orku og lagði svo af stað á hjólinu. Það var hætt að rigna og nánast algjört logn. Fullkomnar aðstæður til þess að hjóla. Gekk bara mjög vel nema hvað að ég var hættur að geta gefið almennilega í í lokinn, lærinn orðin frekar stíf. Tíminn var 25 mínútur sem er eitthvað sem ég vill bæta aðeins...
Subscribe to:
Posts (Atom)