Saturday, September 1, 2007

Búnaður

Það er markt sem þarf að hafa í huga þegar þríþraut er undirbúinn, hérna er listi yfir hluti sem þarf og/eða er gott að hafa.


Verður að hafa:
Sundföt, þríþrautarbúningur eða hjólastuttbuxur.
Hlaupa/hjóla bolur
Sundgleraugu
Hjól
Hjólaskór (geta verið hlaupaskaur, en þá með festingum)
Hjólahjálmur
Vatnsbrúsi á hjólið
Íþróttadrykk
Hlaupaskó
Sólvörn
Keppnisleiðbeiningar
Keppnisnúmer

Gott að hafa:
Blautbúning (ef synt er í opnu vatni/á/sjó)
Aero bars á hjólið
Hraða/lengdarmæli á hjólið
Gúmmí reimar, reimar sem þarf ekki að hnýta á skó
Hlaupabelti með litlum flöskum
Hjóla pumpa
Púlsmælir
Handklæði fyrir skipti svæðin
Föt til að fara í strax eftir keppni
Sólgleraugu
Föt fyrir kalt veður (hanska, jakka, hlífar, osfr.)

Það hjálpar að hafa:
Hlaupa stuttbuxur yfir sundföt fyrir hjól og hlaup
Nef og/eða eyrna tappa fyrir sund
Hlaupa hatt/húfu/skyggni
Ólífuolíusprey (inn í blautbúning til þess að komast fyrr úr honum)
Plastpoka fyrir blaut föt eftir keppni
Auka sundgleraugu
Vindstakk til þess að hjóla í í kulda
Klósettpappír
Plastpoka yfir hnakk (meðan hjólið bíður) ef rignir
Eitthvað til að merkja hjólið og og hlaupadótið á skiptisvæðum (helíumblöðrur, steinar, fáni)
Sokkar, upprúllaðir til þess að fljótlegt sé að fara í þá á skiptisvæði

No comments: