Monday, September 10, 2007

Netleysi

Hallæri í gangi, ekkert komist í net...
Búinn að vera duglegur að æfa, 2x6km hlaup, Viðeyjarsund fram og til baka, 800m sund, 30 mín sund, 2xhjóla æfingar. Búinn að láta skipta um dekk og setja hraðamæli á hjólið.
Allt í góðu standi.
Stefni á að fara á skriðsundsnámskeið hjá Breiðablik.

Tuesday, September 4, 2007

Þriðjudagur

Það var ekki hjólað í fótboltann í gær, en fótboltinn gekk mjög vel, gott að taka svona stutta spretti. Góður sviti án þess að þreytast að ráði. Mjög góð æfing.

Í dag er planið að taka ræktina klukkan 20:00 með Jóni og fara svo í sund eftir það og taka 35mínútur í sundi.

"The most important key to achieving great successis to decide upon your goal and launch, get started,take action, move." -- John Wooden

Monday, September 3, 2007

Sunnudagur-mánudagur

Sunnudagurinn var tekinn rólega, 100 armbeygjur en ekkert annað. Náði að sofa vel og byrjaði að snúa deginum.

Mánudagurinn byrjaði á 35 mín sundi í laugardalnum, syntir 8-900 metrar. Ljóst að þar þarf að bæta sig talsvert.

Í kvöld er síðan hjólað í fótbolta, 1klst bolti og svo hjólað heim.

"Some people say I have attitude - maybe I do...butI think you have to. You have to believe in yourselfwhen no one else does - that makes you a winnerright there." -- Venus Williams

Sunday, September 2, 2007

Tilvitnun

"I learned that the only way you are going to getanywhere in life is to work hard at it. Whetheryou're a musician, a writer, an athlete or abusinessman, there is no getting around it. If youdo, you'll win--if you don't, you won't."-- Bruce Jenner, Olympic Gold Medalist, Decathlon

Saturday, September 1, 2007

Styrkur-hjól

Byrjaði daginn klukkan 6 í morgun, 100 armbeygjur. Því næst 100 magaæfingar og svo létt hjól í 40 mínútur. Nema hvað að það var svo mikið rok að ég fékk góða æfingu í mótvindshjólreiðum. Mjög mikilvægt þar sem maður veit aldrei hvernig veðrið er á keppnisdegi.

Ætlaði að taka létta sundæfingu um kvöldið fyrir vinnu, en þegar ég vaknaði var ég með svakalega strengi aftan í hnésbótunum, ákvað því að taka því rólega seinni partinn.

Búnaður

Það er markt sem þarf að hafa í huga þegar þríþraut er undirbúinn, hérna er listi yfir hluti sem þarf og/eða er gott að hafa.


Verður að hafa:
Sundföt, þríþrautarbúningur eða hjólastuttbuxur.
Hlaupa/hjóla bolur
Sundgleraugu
Hjól
Hjólaskór (geta verið hlaupaskaur, en þá með festingum)
Hjólahjálmur
Vatnsbrúsi á hjólið
Íþróttadrykk
Hlaupaskó
Sólvörn
Keppnisleiðbeiningar
Keppnisnúmer

Gott að hafa:
Blautbúning (ef synt er í opnu vatni/á/sjó)
Aero bars á hjólið
Hraða/lengdarmæli á hjólið
Gúmmí reimar, reimar sem þarf ekki að hnýta á skó
Hlaupabelti með litlum flöskum
Hjóla pumpa
Púlsmælir
Handklæði fyrir skipti svæðin
Föt til að fara í strax eftir keppni
Sólgleraugu
Föt fyrir kalt veður (hanska, jakka, hlífar, osfr.)

Það hjálpar að hafa:
Hlaupa stuttbuxur yfir sundföt fyrir hjól og hlaup
Nef og/eða eyrna tappa fyrir sund
Hlaupa hatt/húfu/skyggni
Ólífuolíusprey (inn í blautbúning til þess að komast fyrr úr honum)
Plastpoka fyrir blaut föt eftir keppni
Auka sundgleraugu
Vindstakk til þess að hjóla í í kulda
Klósettpappír
Plastpoka yfir hnakk (meðan hjólið bíður) ef rignir
Eitthvað til að merkja hjólið og og hlaupadótið á skiptisvæðum (helíumblöðrur, steinar, fáni)
Sokkar, upprúllaðir til þess að fljótlegt sé að fara í þá á skiptisvæði

Tilvitnun

"The difference between the impossible and thepossible lies in a man's determination."-- Tommy Lasorda